<$BlogRSDUrl$> hits.

Sunday, March 04, 2007

Sá myndina Departed í gær. Mjög góð og mæli ég með henni. ég var soldið svona efins fyrst að hún myndi vera góð, óskars myndir eiga það oft til að vera doldið weird að mínu mati. En þessi var bara svona líka fín.
Helgin annars heldur athafna lítil. Kíkti aðeins í afmæli hjá SAM eftir vinnu á fös. Setið og horft á Grenjað í Vetrargarðinum á föstudagskveldið. Hvað var málið?? Vinna svo á laugardeginum og aðeins kíkt í Smárann. Einum of mikið af fólki þar á ferð, maður naut sín bara ekki neitt og gat ekkert verslað! Svo náðum við Bergþóra í guðson okkar hann Óla, sem fékk að gista hjá okkur. Rassgata rófa þar á ferð!! Reyndar finnst mér öll frændsystkini mín rassgatarófur, og reyndar líka börn vinkvenna minna. Fannst líka 6 kg barnið sem fæddist í Kína algjört rassgat! Hefði ekki verið til í að troða því samt út. Ái!! Ég vona eiginlega bara að barnið hafi verið tekið með keisara.

Framundan er svo utanlandsferð hjá minni. Skunda til US and A á fimmtudag!!! Jey jey jey...Stefnan tekin á eina nótt í Baltimore, bara svona því það er nauðsyn, svo til Myrtle í 4 daga, svo til Atlanta í 2 daga, og svo aftur til Myrtle í 4 daga! Nóg af ferðalögum í ferðalaginu mínu. Bara gaman að fara að hitta alla. Held að það stefni í mikla drykkju, át, og verslun. Vona að Ellen sé tilbúin;)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?