<$BlogRSDUrl$> hits.

Wednesday, July 26, 2006

Fór út að skokka í dag...um 94 gráðu hiti, logn, næstum heiðskírt....mér var mjög heitt!!! Hélt ég myndi ekki meika það, en ég náði að hlaupa um 1.4 mílur og labba 0.7 mílur. Drakk líka líter af Gatorade þegar ég kom inn. Gaman að þessu.

Græddi næstum Gucci sólgleraugu í gær. Einhver gaur gleymdi þeim í mátunarklefa og einn strákur sem ég vinn með, kom með þau til mín og Kiara og þau litu best út á mér. En svo kom gaurinn að leita að gleraugunum þannig að ég fékk ekki Gucci gleraugu í gær. Darn!!!!

Annars er ekki neitt að frétta héðan. Vildi bara rétt segja hæ. Við Kiara fórum á sport bar eftir vinnu í gær og það voru 2 fjölskyldur þar sem létu eins og fífl og sungu í karókí til skiptis. Þau skemmtu okkur ágætlega. Fórum svo eftir það og fengum okkur Krispy Kream! hehehehe....já það var nú eins gott að ég fór út að hlaupa í dag!

Jæja, verð að fara að vinna. Heyri í ykkur seinna.

Friday, July 21, 2006

Icelandair Lucky Fares rétt undir $400...mikið langar mig heim og knúsa alla! Ég trúi varla að ég hef ekki farið heim í næstum ár núna.

Ekki mikið að frétta af mér. Vinna vinna vinna og sofa þar inn á milli. Spekúleringar í gangi að fara kannski í framhaldsnám. Alþjóðaviðskiptafræði við University of South Carolina heillar mikið. Þetta er víst eitt besta alþjóðaviðskipta prógrammið í USA. Já, mar er bjartsýnn. En það sakar víst ekki að reyna að sækja um.

2 góðar vinkonur mínar áttu ammli í vikunni. Sandra og Arna. Ekki bara eitthvað hvað annað ammli, en þær urðu 25 ára gamlar. Til hamingju skvísur. Úff við erum að eldast. Scary...

Best að halda áfram að skoða skóla...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?