<$BlogRSDUrl$> hits.

Tuesday, June 27, 2006

Jæja þau fóru upp í 55 í dag. En það voru nú bara 2 pör af flip-flop skóm sem voru á 50% afslætti í GUESS á aðeins $20. Það er rosaleg útsala í gangi hjá okkur. Ég vildi að þið væruð hérna og gætuð verslað aðeins;)

Fór og lét vaxa á mér handakrikana í gær. Það gekk nú bara ágætlega. Leist samt ekkert á það þegar hún tók upp á því að plokka leifarnar á af hárunum með plokkara. Það var nú eiginlega bara svolítið sárt!!! En mér líst samt vel á þetta, og held að ég geri þetta bara aftur.

Er nýkomin heim úr vinnunni. Var í góðum gír að keyra heim og sé ég ekki kanínu hlaupa yfir veginn. Hægði aðeins á mér svo ég myndi ekki ná henni með dekkjunum. En viti menn, vitleysingurinn hleypur til baka. Ég hélt í mér andanum í von um að dekkin myndu ekki ná henni. FLÚM FLÚM...Vinstra afturdekkið náði henni! Mitt fyrsta roadkill sem ég veit af og mér leið bara svolítið illa. Vona að ég finni ekki leyfar á dekkinu á morgun þegar ég fer í vinnunna....

Talandi um dýr, að þá átti hún mamma mín ammli á sunnudag! Til hamingju elsku mamma mín!!! Knús og kossar....

Ha ha ha...ég er ekki að kalla mömmu dýr...hún fékk samt dýr í ammlisgjöf frá pabba. Ég er loksins búin að eignast lítinn bróður og hann er lítill silki terrier hvolpur!! Ég stakk upp á nafninu Nói, og ég held að hann heiti það bara (hef samt ekki alveg fengið það staðfest). Ég býð enn eftir myndum, en hann er víst algjör dúlla og sker sig inn í fjölskylduna.

Fariði nú að senda myndir. Ég vil vera búin að fá meil með myndum annaðkveld þegar ég kem heim úr vinnunni! :)

Friday, June 23, 2006

Ég taldi skópörin mín áðan.

53 pör

Það er nú ekkert svo mikið...

Mánuður frá síðasta bloggi...ekki nógu gott

En það eru margar ástæður.

1. Begga og Linda komu í heimsókn. Ýkt gaman!!! Mikið drukkið, mikið djammað, farið á mótorhjól, verslað, fórum til Charleston (mæli by the way ekki með djamminu í CHarleston á þriðjudögum), keyrðum um á mini van stelpnanna, og fleira skemmtilegt. Það var sem sagt alveg frábært að hafa þær!!! Saknaði þeirra strax eftir að þær fóru og sakna þeirra enn. Þær mega koma aftur hvenær sem er!

2. Ég er búin að vinna mikið síðan stelpurnar fóru og búin að vera mikið þreytt. Enough said.

3. Netið fór allt ti fjandans. Var ekki alveg að virka, datt út mjög oft og svo bara virkaði ekki neitt. En það er komið aftur í lag.

4. Inn á milli þess sem netið virkaði ein stöku sinnum að þá skrifaði ég blogg færslu. Og hún datt út. Þannig að ég reyndi allaveg. Plús fyrir það er þaggi??

Sem sagt, ég er mætt aftur á svæðið. Better than ever! eða þú veist...

Gummi og Inga giftu sig síðustu helgi og hele familien mínus Begga og Elínar börn fóru til Danmerkur í bryllup. Heyrði að brúðkaupið hefði veri hið skemmtilegasta bara og vil ég óska Gumma og Inga til hamingju aftur. Og já, ég vil fá sendar myndir takk;)

Ruth systir átti ammli á mánudaginn var. Sendi henni sms en gat ekki hringt þar sem fíni síminn minn var ekki í lagi út af netinu. En ég sendi henni allavega sms:) Til hamingju aftur sista girl.

Borðaði fisk búðing áðan með soðnum kartöflum. Nammi namm. Gaf meira að segja vini mínum með og honum fannst þetta bara smakkast vel!

Mig er farið að langa að hitta hana Krístinu Maríu alveg hrikalega mikið. Hún verður sætari með hverjum myndunum. Og orðin algjör bolla! Rúsína prúsína. Langar líka mikið að hitta hana Jónínu Margréti frænku. Hún er líka ýkt sæt of búlluleg. Mús!!! Og orðin lík mömmu sinni held ég bara. Pabba svipurinn næstum farinn bara.

Já heyriði, mundi allt í einu. Eitt svolítið skondið. Er með síðu á myspace, ekki svo frásögufærandi, en ég fékk eitt friend add í gær. Frá diaper boy! hahahahaha....fullorðinn karlmaður sem gengur í bleyjum. Og hann er ekki sá eini! Hann var alveg í nokkrum grúppum!!! HAHAHAHAHA...hversu fyndið er það. Ég sem sagt addaði honum ekki á vina listann minn.

Kaninn er nú svo geggjaður. Er núna að horfa á einhvern nýjann þátt. American Talent Show eða hvað sem hann heitir. Og það er 60 ára karlmaður sem var að taka þátt og hans talent var að strippa! haha...hann kom út í kúreka dressi og svo var hann faked baked út í gegn og með glimmer. Þannig að pabbi, segðu svo að þú getir ekki gert neitt þegar þú verður sextugur! hehehehehe.....

Jæja, held ég leggist í sófann og glápi á þessa talent keppni. By the way, Brandy er einn af dómurunum og David Hasselhoff! hahaha...segir kannski mikð um þessa keppni. Læt fylgja með gellu mynd af mér síðan stelpurnar voru hérna....
Djöfulsins töffari getur maður verið!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?