<$BlogRSDUrl$> hits.

Friday, March 24, 2006

Nu veit eg afhverju eg bloggadi svona mikid a medan eg var i skolanum....

Eg er nebbla i skolanum nuna, i tolvustofunni. Litid annad haegt ad gera her en ad blogga. Skritid ad vera herna tar sem ad eg er utskrifud. En astaedan er su ad billinn minn er a verkstaedi herna rett hja og eg kom hingad a medan Kiara er i tima. Hun pikkadi mig upp fra verkstaedinu nebbla. Skemmtilegt nokk.

Annars gerdi eg heidarlega tilraun til ad senda ykkur sms. Ja allavega flestum ykkar. Eg er ekki med numer allra. En teir vildu fa simanumer og rukka og e-d bla bla. En skilabodid hljomadi svona:

Drofn saknar tin!

Tuesday, March 21, 2006

"One guy had a hat that said, I blow Bubbles., Then another guy that sat across from him had a hat that said, My name is Bubbles!"

Ha ha ha....þessa sögu sögðu tvær 11 ára stelpur mér á Hilton um helgina eftir að þær höfðu farið út að borða með mæðrum sínum á stað sem heitir Dick´s. Þetta er staður þar sem þjónarnir gera grín að manni og gefa manni hatta sem líta út eins og smokkar og svo skrifa þeir e-ð á þá. Ég hló svolítið lengi að þessari sögu.

Já góðir lesendur, ég er enn á lífi. Ég er bara að vinna. Vinn á hverjum degi. Mig minnir að ég hafi verið í fríi einhvern einn laugardag fyrir um 2 vikum. Veit ekki hvenær ég er næst í fríi. Ég sem sagt vinn á hverjum degi, vanalega einn dag í viku vinn ég á báðum stöðum. En það er svo sem ágætt bara. Heldur manni frá vandræðum.

Hótelið er ennþá bara það sama, meira að gera með hverjum deginum. Áttum engin hótelherbergi eftir í gær og það voru enn um 12 manns sem átti eftir að mæta. Skemmtilegt. Tvenn þýsk hjón mættu á svæðið og ég þurfti að láta þau í svítu í 2 daga því það var það eina sem við áttum. Komst að því að ég er ekki góð í þýsku heldur. Ég held reyndar að þeim hafi verið alveg sama þótt að ég hafi sagt Guten Nacht, og wie gehts við þau. Sagði svo auf wiedersehen, og ég held að þau hafi ekkert skilið mig. Spurning um að reyna þetta ekkert mikið oftar.

Black Crowes gisti svo á hótelinu um daginn. Hver? segið þið örugglega. Ég sagði það líka. Kannaðist samt við nafnið. Komst svo að því að eiginmaður hennar Kate Hudson er i þessu bandi og ég hef sem sagt séð og talað við hann. Chris Reynolds held ég að hann heiti. Svolítið sorglegt samt að ég vissi ekki hverjir þeir væru. En what the hell.

Guess er líka bara fínt. Er ekki mikið búin að versla, en ég er að vinna þar meira en áður þannig að kannski ég geti farið að versla einn daginn. Ég reyndar keypti mér föt fyrir peningana sem frúin á Votamýri gaf mér (hehe...hljómaði skemmtilega út af frúin í Hamborg, get it?? ). Ammlispeningarnir mínir sem sagt frá Ruth og Co. Takk kærlega:)

Það var svo kominn 25 stiga hiti. Very nice. En það hefur nú e-ð kólnað. Vonandi hitnar aftur. Og já, ég fékk í fyrsta skipti frjókornaofnæmi. Ég er sem sagt officially orðinn Amerísk með sinus pressure and allergies! hahahaha.....

Jæja, ég má ekki gefa ykkur allt of miklar upplýsingar úr lífi mínu í einu....verð að stoppa hér. Hvur veit nema næst blogg verði ekki jafn lengi á leiðinni og þetta....

Monday, March 06, 2006

Til hamingju með afmælið Elín!!!!! Elskulega systir mín er 30 í dag:) Knús knús knús og takk fyrir myndirnar sem þú sendir mér. Þú varst algjör skutla á þeim;)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?