<$BlogRSDUrl$> hits.

Friday, February 24, 2006

Mikið rosalega er leiðinlegt að vinna á kvöldin! Ég er alveg að mygla. Og svo er ég búin að vera að vinna með leiðinlega vaktstjóranum alla vikuna og hún heldur að við lifum enn á þrælaöld. Ég þoli hana ekki!!!! Hún leyfir manni ekki að sitja niður og hún er eins og örn á öxlinni á manni að fylgjast með öllu. Og svo heldur hún að ég vilji fara í mat kl.5 þegar ég mæti kl.3!!! Held nú ekki. Svo asnaðist ég til að segjast geta komið inn að vinna á sunnudagskveld, en sagði henni að ég kæmist kannski ekki fyrr en 5 þar sem ég þarf kannski að vinna í Guess. Afhverju gerði ég það, tja veit ekki alveg, stundarbrjálæði held ég, en ég get ekki hugsað mér það þar sem hún verður að vinna!! Sem þýðir að ég þarf að standa frammi og stara út í loftið, þar sem ég má ekki setjast né koma með neitt til að lesa!!!! Guð hvað ég þoli hana ekki.

Ok, þá vitiði það.

Ég vaknaði snemma í morgun til að fara í ræktina, nánar tiltekið kl. 8, og fór í palla- og bodypump tíma. Hann var bara fínn. Mig grunar samt að rassinn á mér muni fara að kvarta í kveld. Eftir ræktina fór ég svo heim og baðaði mig og svona og fór svo í Wal-mart. Og viti menn, þeir eru að breyta búðinni (ég hef ekki farið í hana í svona mánuð held ég) og ég veit bara alls ekki hvernig mér líst á þetta. Það var ekkert gaman að versla, allt á rúi á stúi og mér fannst ég ekki vera heima hjá mér. En búðin verður eflalaust mjög smart eftir þetta. Ég eyddi ekki nema um $80 í matvörur, sem er um 5500 kr íslenskar. Mér finnst að ekki mjög mikið, en ég keypti svo sem ekkert neinn heilann helling. En þetta mun eflaust duga mér í svona 2 vikur, síðasta verslunarferð gerði það. Þannig að það er bara ágætt. Ég borða hvort sem er aldrei heima þar sem ég fæ mat á hótelinu (það eina góða við að vinna þarna), þannig að ég er í góðu lagi ef ég á mjólk, cheerios, próteinbar, og svona narterí.

Og já, Common kom og fór. Ég höstlaði miða frá einhverjum gaur úr crewinu hans, fór fyrr úr vinnunni og taldi miklar líkur á því að það yrði ekkert mál að finna Davíð og Ellen inn á staðnum (House of Blues). Kom svo og það var fullt af fólki og ég rölti um í leit að parinu, en fann þau ekki. Hætti að leita þegar fólk var farið að fylgjast með mér og svona. Þannig að ég eyddi bara tónleikunum með sjálfri mér! Já, ég fór sem sagt ein á tónleika, hahahahahaha....Finnst það svona nett fyndið. Ég geri aldrei neitt svona ein. Það er bara skrítið. En tónleikarnir voru geðveikir þannig að ég sé ekki eftir að hafa farið.

Jæja, næstum komi tími fyrir vinnu, frí á morgun, fyrsti frídagurinn minn í 13 daga, nice. Ef ég hefði ekki verið vitlaus, að þá hefði ég kannski verið í fríi á sunnudag líka. En við vitum greinilega öll að ég er svolítið vitlaus.....

Thursday, February 16, 2006

Yeah....

Common á House of Blues á laugardag....

Og hvar haldiði að maðurinn gisti???

Og hver verður að vinna....

Yeah.....Hilton...

Tuesday, February 14, 2006

Gleðilegann Valentínusardag!!!

Já hann er kominn aftur blessaður. Og maður er ekki enn kominn með kærasta. Þetta gengur varla lengur. En mér var samt boðið út af svona fimmtugum manni í vinnunni í gær. Heppin.

Vonandi eigiði góðann dag og munið að vera góð við hvert annað:)

Elska ykkur mikið mikið mikið

Monday, February 13, 2006

Það er ekkert að gerast. Þess vegna hef ég ekki bloggað neitt. Það er bara ekkert voðalega skemmtilegt að blogga um það að maður sé að reyna að vera í megrun, fari og komi úr vinnunni, og horfi á sjónvarpið.

Það er sem sagt það sem ég hef verið að gera í stuttum orðum. Það er ekkert spennandi að frétta af mér. Það virðast allir heima vera að gera e-ð spennandi. Mamma og pabbi eru að byggja sumarbústað, Berglind að fæða barn, Hildur að klára Kennó og plana að flytja aftur til DK, Harpa að fara að ala barn bráðum, Guðrún að kaupa íbúð, Birna að njóta þess að vera gift kona í nýju íbúðinni og Arna í nýrri vinnu og að klára stúdentinn. Stolt af mínu fólki:)

Ég fékk smá heimþrá í dag. Veit eiginlega ekki afhverju. Nokkur tár runnu, ekkert svakalegt. En gaman að heyra í mömmu og pabba og Beggu. Heyrði líka í Berglindi og Dodda og nýju skutlunni í fjölskyldunni. Það var gaman.

Það er stundum erfitt að vera í burtu...

4 störf sem ég hef unnið við um ævina:
Skúringakjelling hjá Fjölhönnun, mörg mörg ár og var ágætis vasapeningur
Subway, sandwich meister
Verkamannavinna hjá Veli...tja svo sem ágætt. Fékk fullt af pening
Sam-myndbönd, bílstjóri með meiru.

4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur og aftur:
Lion King
White Chicks
Coming to America
Stella í Orlofi

4 staðir sem ég hef búið á
Dalsel 7, Bergþóra reyndi að taka af mér puttana í dyrasíma leik þar
Kleppsvegur, Bjuggum heima hjá ömmu og afa í smá tíma. Ég sakna þeirra.
Rauðalæk, gamli góði Red creek. Gotta love it.
River Oaks á Myrtle Beach, SC. Á 5 stöðum í sömu götu. A lil weird I know.

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Sex and the City
Grey´s Anatomy
Desperate Housewives
The O.C.

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Danmörk
England
Grikkland
Spánn

4 síður sem ég heimsæki daglega:
mbl.is
hotmail.com
deegee.blogspot.com
fleiri bloggsíður

4 matarkyns sem ég held upp á:
kjúklingur. Gotta love it
Lasagne....mmmmm....mig langar í það núna
Nautasteik....langar líka í það núna
Kartöflur

4 bækur sem ég les oft:
Dýragarðsbörnin. Hef samt ekki lesið hana lengi.
Ísfólkið. Las þær allar þrisvar. Og já, þær eru 47 allt í allt.
Hmmm....les ekki mikið af bókum aftur og aftur....Ingólfur Arnarsson stendur þó upp úr.

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
Heima á Íslandi
Hawaii
Ítalíu
Rio de Janero

Ég klukka Bergþóru, Elvu, Ellen, og Lindu

Sunday, February 12, 2006



Hérna er nýja frænka mín sem fæddist 11. febrúar.

Hún er svo sæt!!! Berglind frænka stóð sig víst eins og hetja í fæðingunni og er greinilega fædd til að ala börn. Til hamingju enn og aftur Berglind og Doddi:)


This page is powered by Blogger. Isn't yours?