<$BlogRSDUrl$> hits.

Saturday, December 31, 2005

Gleðilegt nýtt ár!!!!

Takk fyrir allt á árinu sem er að líða!
Hvað get ég sagt um árið 2005?? HHmmm....ágætis ár fyrir utan nokkrar slæmar ákvarðanir, en ágætt samt. Eignaðist 2 ný frændsystkini, útskrifaðist sem markaðsfræðingur, og margt fleira skemmtilegt.

Ég held samt að ég reyni að hreyfa mig meira á næsta ári, vinna að framtíðinni, læra af mistökum mínum og vonandi hafa meira samband við vini og vandamenn.

Takk fyrir að vera vinur/vinkona eða fjölskyldan mín. You mean the world to me!!! Án ykkar væri ég ekki neitt og það væri bara alveg damn shame! Muchos love frá mér til ykkar og gangið hægt inn í nýja árið:)

Thursday, December 29, 2005

Jólin eru víst búin...tími fyrir nýtt blogg...

Jólin voru svona la la bara. Ekkert eins og heima og ég held að ég verði ekki í burtu frá fjölskyldunni minni á næstu jólum takk fyrir!
Á aðfangadag sauð ég hangikjöt eftir að ég var búin að fjárfesta í 20 lítra potti! Ha ha...já ég fann ekkert minna undir kjetið. Þannig að ég er sem sagt komin með góðan kjötsúpupott í búið mitt. Ég opnaði síðan pakkkana mína líka á aðfangadag. Alla nema frá Kiara vinkonu. Ég fékk fullt af flottum gjöfum, flottasta gjöfin auðvitað frá mömmu og pabba sem var digital myndavél! Svo fékk ég peysu, gallabuxur, hlýrabol, geisladisk, kaffibolla með stjörnumerkinu mínu, 2 bækur, matreiðslubók, litabók og liti, kúreka sett, og svo eyrnalokka og rosa fínt outfit frá Kiara sem ég opnaði síðan með henni um kveldið. Eftir að ég var búin að opna pakkana hékk ég bara heima og um kveldið var okkur Kiara boðið í mat til Karenar vinkonu Kiara. Það var bara mjög fínt og ég fékk djúpsteiktann kalkún og hann var algjört lostæti! Takk allir fyrir jólagjafirnar og jólakortin og jólakveðjurnar! Ég var rosalega ánægð með þetta allt saman:) Stórt knús til ykkar allra og takk fyrir að hugsa til mín:)

Á jóladag héngum við Kiara upp í sófa allann daginn, og ég meina allann daginn. Ég gerði svo kartöflur, uppstúf, og grænar baunir og bar það fram með hangikjötinu mínu! Það var rosalega gott og ég var mjög ángæð með að fá alvöru íslenskann jólamat! Takk mamma og pabbi fyrir kjötið:)
Svona voru sem sagt jólin...komu og fóru eins og hjá öllum örðum. Og já, það var svona um 15 stiga hiti líka hjá mér. Það var svolítil breyting frá Íslandi. haha...

Svo er ég byrjuð að vinna. Ég er að vinna hjá Hilton hóteli og ég byrjaði á þriðjudaginn. Það byrjaði með 2 daga kynningu eiginlega og svo fór ég í fyrsta skipti í dag á minn vinnustað. Ég byrja svo á fullu í næstu viku. Það sem ég verð að gera er að vinna við að tékka fólk inn og út og svona. Svo sem ekkert merkilegt, en maður verður víst að vinna. Mér líst samt bara vel á þetta og það var ein önnur stelpa í kynningunni með mér sem er að vinna með mér og hún er mjög fín þannig að maður er komin með eina vinkonu í vinnunni sem er mjög gott. Allt hitt fólkið virðist líka vera voðalega fínt og ég fæ heita máltíð í vinnunni og ókeypis aðgang að líkamsræktarstöð. Það er svo sem ágætis fríðindi, en launin eru ekki há! Þess vegna sótti ég líka um aukavinnu í GUESS? fataverslun. Ég verð sem sagt bara að vinna held ég. Til hvers að strita í Ameríku spyrja kannski margir...ég líka...en því ekki? Já mar spyr sig að ýmsu.

Saturday, December 24, 2005



Gleðileg Jól!!




Já þetta hérna við hliðina er jólatréð mitt og pakkarnir mínir. Sko, það lítur eiginlega betur út samt þegar ljósin sjást.....Það er sko nebbla ekki slökkt á því á myndinni....en ný myndavél þið skiljið....og ég ljóshærð....


En allavega, vonandi hafið þið það öll gott um jólin:)
Jólaknús frá Ameríku!!!

Monday, December 19, 2005

Ok, fyrsta mál á dagskrá...Til hamingju með afmælið Ásgerður!!! Ég ætla ekkert að tala um hvað þú ert orðin gömul...

Næsta, Er einhvern að selja rækjur??? Ásgerði langar að kaupa góðar og stórar rækjur, þannig að ef þið eruð að selja eða getið reddað því, endilega kommentið þá.

Ok, meira....Takk mamma og pabbi fyrir allt saman! Það var æðislegt að hafa ykkur og ég sakna ykkar rosalega. Takk fyrir alla hjálpina og útskriftargjöfina:)

Takk Ásgerður fyrir heimsóknina, það var líka æðislegt að hafa þig og maður hafði gott af því þramma út um allt í búðum:) Takk Ásgerður og fjölskylda, Ruth og fjölskylda, Elín og fjölskylda fyrir útskriftargjöfina. Gull demantshringur er alltaf falleg gjöf:)

Takk Íslendingar á Myrtle, Linda og fjölskylda og Bryndís fyrir útskriftargjafirnar:)

Takk Hildur, Troels og Arna fyrir útskriftargjöfina:)

Já og svo þakka ég bara fyrir jólagjafirnar eftir jólin. Er ekki búin að opna þær auðvitað.

Það er ekkert voðalega gaman að vera hérna ein, er búin að vera einum of mikill vælukjói um helgina, en það breytist vonandi. Fór að sjá King Kong á laugardag og hún var bara skemmtileg. Reyndar alveg 3 tímar, þannig að takið nesti ef þið farið á hana. En mér fannst hún skemmtileg. Jæja, best að fara að taka til, ég er flutt til Ellenar og Davíðs og er ekki alveg búin að koma mér fyrir. Heyri þá í ykkur seinna...

Sunday, December 18, 2005

Til hamingju með afmælið Birna:) Ég veit að það er eftir miðnætti en ég gleymdi þér ekki! Við skulum hafa það á hreinu, hehehe...Vonandi áttiru góðann dag. KNÚS

Saturday, December 10, 2005


hehe...og við aftur. Ótrúlega flottar:)


útskriftin okkar í dag:)

Þá er komið að því...

í dag munu ég og Bergþóra formlega útskrifast með BS gráðu í Markaðsfræði!

Já, þetta gátum við...

Monday, December 05, 2005

Afmælisdagurinn minn var skemmtilegur:)

Ég fékk rosa fínar gjafir, pening, 2 peysur, 2 eyrnalokka, gallabuxur, og gjafakort í target:) Takk allir fyrir það. Ég var rosalega ánægð. Maturinn var æðislega góður, Carrabas Steakhouse stendur greinilega fyrir sínu. Við komum síðan heim til okkar eftir matinn og trölluðum og fórum svo á djammið. Einum of margir kaldir drukknir það kveldið, en skemmtilegt samt. Takk fyrir góðann afmælisdag Íslendingar á myrtle, og takk fyrir símtölin þeir sem hringdu, smsin þeir sem sendu, og netkveðjurnar þeir sem skrifuðu:)

Friday, December 02, 2005

Já ég á víst afmæli í dag...til hamingju ég! :)

Plön dagsins: kaka kl:5, út að borða á Carrabas Italian Steakhouse kl:8, heim að drekka, út að djamma.

Þarf ekki að fara í skólann aftur, allt búið...nema 2 próf í næstu viku. Þá verður maður alveg búinn.

Vika í mömmu og pabba:) gaman!!!! og svo aðeins meira en vika í Ásgerði systur:)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?