<$BlogRSDUrl$> hits.

Monday, October 31, 2005

Gleðilega hrekkjavöku......

Jamms, hrekkjavaka í dag og ég fór ekki í búning. Synd og skömm. Réttast hefði verið að halda partý og húllumhæ. Við ætluðum í svona haunted forest í kveld, en ég var ekki búin að læra nóg fyrir próf sem ég er að fara í á morgun, þannig að ég fór ekki. En við gerðum samt heiðarlega tilraun til að fara þarna á föstudagkveldið en þá biðum við út í kuldanum í 40 mínútur en gáfumst þá upp og ákváðum að fara seinna. En það gerist ekki þetta árið. Þetta virtist samt vera skemmtilegt. Við áttum sem sagt að fara í svona ferð á golfbílum í gegnum skóg og svo er fólk með keðjusagir og svona að reyna að hræða úr þér líftóruna. Það heyrðust öskur úr skóginum það kveldið...

Á föstudaginn fórum við líka út að borða á stað sem heitir Creek Ratz. Það var ágætt. Ég fékk allavega góðann grouper (þetta er meira svona sjávarrétta staður, en samt alls ekki classy) en svo pantaði ég mér catfish í aðalrétt og ég skyrpti fyrsta bitanum út þar sem þetta var ógeðslega vont! Fékk rækjur í staðinn, þær voru betri.

Fimmtudagurinn fór svo í djamm hjá mér og Kiara vinkonu. Enduðum í einhverri bölvaðri vitleysu og drykkju, en það var ágætlega gaman. Það var svo líka djamm á laugardaginn, en það var homecoming um helgina í skólanum okkur og því nóg að gera. 2 bræðrafélög héldu djamm og við skelltum okkur þangað. Mjög skemmtilegt allt saman bara. Begga og Linda skemmtu sér allavega mjög vel á heimleiðinni.....

Hvað er meira að frétta....ég er að sækja um vinnur. Reyna að athuga hvað er í boði hér. Sótti um störf sem strategy analyst, technical recruiter, claims rep, og sales counselor. Jáhá, ég gat ekki svarað pabba miklu þegar hann spurði hvað þetta væri. Ég sótti bara um....hahahaha...(hef samt alveg smá hugmynd sko, hahahaha). Sækji svo um fleiri störf í vikunni.

Jamms og jæja, bækur kalla. Og einhverra hluta vegna er einhver fáviti að sprengja flugelda úti. Hann eða hún veit greinilega ekki að það er ólöglegt hérna. En kannski er þessi manneskja sérstök.

Hey, mamma, geturu fundið fyrir mig klukkan hvað það var sem ég fæddist (og ef einhver að systrum mínum les þetta að biðja mömmu um þetta fyrir mig). Mig vantar þetta fyrir stjörnuspá. Very interesting. Takk fyrir:)

Thursday, October 27, 2005

What u gonna do with all that junk, all that junk in your trunk...

My humps med Black Eyed Peas er skemmtilegt lag. Svona skemmtilega tilgangslaust eiginlega. Textinn er allavega ekki djupur.

Nuna er eg i tolvutima. Tad er ekki mikid ad gerast tannig ad eg akvad ad blogga. Tar er eiginlega miklu skemmtilegra heldur en ad hlusta a kennarann. Eg er a koffin nidur trippi. Eg verd alltad svolitid skemmtilega tense tegar tad gerist. Eg fekk mer nebbla kaffi i morgun. Tad er alveg synd hvad eg drekk mikid kaffi og finnst tad ekki einu sinni gott. Fae mer einn bolla alltaf a tridjudogum og fimmtudogum fyrir skola. Tilgangur? Ja svo eg haldi mer vakandi i timum og svona. Tvi eg er rosalega busy alltaf og hef svo litinn tima til ad sofa...hahahaha...En i nott sofnadi eg ekki fyrr en um 2 og eg vaknadi kl.7 til ad laera. Tannig ad ja, eg rettlaeti kaffibolla morgunsins.

Eg var i nutrition profi i morgun. Tetta er skemmtilegt fag. Eg og Begga erum alltaf ad laera e-d skemmtilegt og erum ordnar svolitid otalandi ad reyna ad troda frodleik okkar upp a adra eftir hvern einasta tima. Efni fyrir profid i morgun var vitamin, steinefni og vatn. Skemmtilegt nokk. Eg hefdi nottla att ad hafa blogg med naeringarfrodleik eftir hvern tima vetursins. Eg klikkadi alltaf a tvi.
Aldrei of seint ad byrja...Konur a barneignaraldri turfa ad fa 400 mcg af Folic Acid annad hvort fra supplements eda mat sem buid er ad baeta folate i. Afhverju turfum vid ad taka tett? Ju af tvi ad ef ske kynni ad vid verdurm ofriskar ad ta mun tetta hjalpa til i ad koma i veg fyrir faedingargalla (neural tube birth defects) i bornunum okkar. Vid turfum ad byrgja okkur upp af folate 4 vikum adur en vid verdum ofriskar tvi ad faedingargallar myndast fyrstu 2 vikurnar a medgongu. Einnig eigum vid ad taka fjolvitamin. Og lika ad byggja upp kalk byrgdir okkar fyrir 26 ara aldur, tvi eftir tad er erfidara ad byggja taer upp.

Hvort ad tetta se allt rett veit eg ekki. Kennarinn sagdi mer tetta bara...

Sunday, October 23, 2005

Klæjar, klæjar, klæjar....

Ég er alveg illa bitinn af moskító!!! Þreif bílinn í gær. By the way, með höndunum og alles. Hann er skínandi hreinn. En það er annað mál með mig, ég er ekki jafn skínandi. Ég er með risabit á hálsinum, 8 á öðrum handleggnum, 5 á hinum, vinstra eyrað á mér er tvöfalt því þar er bit líka, og svo er ég með eitt á maganum, 2 á síðunni, og 1 á bakinu! OG MIG KLÆJAR!! Ég vaknaði meira að segja fyrir klukkan 10 í morgun, og það skal ég segja ykkur, gerist ekki oft ef einhvern tímann.


Hey og já eitt einn....ég er ekki enn búin að fá að sjá myndir úr brúðkaupinu hennar Birnu þannig að ég legg hér með fram formlega kvörtun!!!

Saturday, October 22, 2005

Ok, já ég er alveg löngu komin heim...

Ég var sem sagt í Richmond, VA, um síðustu helgi. Og Harpa, það var karlmaður...hann heitir Jeffrey kallaður Jeff....og hann er pabbi Kiöru vinkonu:) hahaha......Hann býr sem sagt þarna og ég, Kiara og Begga fórum í ferð í heimsókn til hans. Mjög gaman bara. Fórum á fimmtudaginn og vorum fram á mánudag (já ég veit, í dag er laugardagur og ég er fyrst að skrifa núna). Við skemmtum okkur mjög vel í þessari ferð og ég gæti alveg hugsað mér að búa þarna. Ekki alveg jafn sveitó og skítuga suðrið. Og ég fann himnaríki þarna. Við fórum í æðislegt mall sem er kallað Short Pump shopping center eða e-ð álíka, og þeir voru með H&M! YES!!! SCORE!!! Ég er reyndar blönk en keypti mér 2 peysur og ÆÐISLEGA kápu. Veit reyndar ekki hversu mikið ég nota hana hérna, en ég fer einhvern tímann heim. Þessa kápu varð ég að eignast. En ferðin var sem sagt góð. Fórum að verlsla, chilluðum fyrir framan sjónvarpið, fórum á sport bar og stálum tómatsósu (had to be there...en þetta var fyndið sérstaklega þar sem pabbi hennar Kiöru var alveg æstur í að stela þessu þar sem hann átti ekki tómatsósu heima), fórum í fleiri búðir, fórum í downtown Richmond að djamma föstudag og laugardag, og svo meira chill bara. Mjög gott í alla staði og allir komu heim sáttir.

Ég má ekki gleyma....Helga Sæunn krúsípús átti ammli á fimmtudaginn og varð 8 ára! Til hamingju dúllan mín. Svo á Lilja Rós ammli í dag og er 2 ára. Ég veit að hún les þetta ekki enég talaði við hana áðan og hún er algjör dúlla. Skrækari en ég veit ekki hvað í málróminum og farin að tala alveg fullt. ÉG ELSKA FRÆNDSYSTKININ MÍN OG SAKNA ÞEIRRA! KNÚS!!!

Oh well, best að koma sér út í sólina. Já, ég gleymi að deila því. Það er sem sagt um 20 stiga hiti hérna og ég fór 2 í sólbað í vikunni. Sehr gut. En það á að fara að kólna í næstu viku, en ég ákvað að deila þessu á meðan ég gæti;)
Ég er farin að þvo bílinn okkar úti í sólinn með vini mínum...adios amigos

Saturday, October 15, 2005

Er i Richmond, Virginia...

Monday, October 10, 2005

Til hamingju með afmælið pabbi!!!!

og já, Tryggvi frændi líka;)

Þeir tvíburarnir eiga afmæli í dag. Knús knús!!!
Það var víst veisla heima í gær. Hele familien að fagna ammlinu hans pabba. Ég hefði nú verið til í að vera þar:(

Sunday, October 09, 2005

Ég nenni ekki að læra meira....

Var að gera strategic group map og competitive position analysis. Ógeðslega gaman. heheeheh....þyrfti svo að fara að gera Excel heimaverkefni. Langar samt mest upp í sófa að horfa á Sex and the City eða Dave Chapelle. I love it. Þurfum að fara svo á eftir að hitta hóp upp í skóla. Muchos fun. Mar ætti nottla að skella sér í ræktina...

Annars var gleði á föstudaginn. Dagur og Davíð héldu upp á afmælin sín. Þeir grilluðu hammara sem voru mjög góðir og svo var bara hellt í sig og allir glaðir allt kveldið. Ég held að við höfum öll verið á svona svipuðu leveli, ekki bara fengið sér í tánna, heldur allann fótinn! Það var samt ógeðslega gaman og hún Þura er með ógeðslega fyndnar myndir af okkur inn á síðunni sinni (sjá link hér til hliðar). Man, ég verð held ég að fara að fá mér digital myndavél svo ég geti sett mínar eigin myndir inn. hahahah...but being broke aint no joke....þannig að ég held áfram að vísa til vina minna;)

Thursday, October 06, 2005



Ég gleymdi að segja ykkur að það eru nýjar myndir af liðinu inn á síðunni hennar Ellenar http://www.blog.central.is/ellenM. Ok ég veit að ég kann ekki að láta nafnið hennar verða að link...I´m a loser...hahha... check it out...

Wednesday, October 05, 2005

OJ!! Ég er búin að sitja fyrir framan tölvuna í svona 7 tíma!!

Ég er sem sagt að gera competitor analysis fyrir McDonald´s. Þetta er ekki búið ennþá. Ég á meira eftir. Ojbara, ekki skemmtilegt. En svona er þetta víst. Við fengum samt 88 fyrir fyrsta hlutann, sem er gott. Verst að hann gildir bara 4% af einkuninni. Næsti hluti er 9%. En hann er líka erfiðari, þannig að það er kannski skiljanlegt að hann sé hærri í prósentu.

Svo er bara að ákveða hvað mar á að gera eftir útskrift. Ég hef ekki hugmynd. Á ég að koma heim, eða á ég að vera hérna úti og vinna í einhvern smá tíma? Góð spurning, en fátt um svör hjá mér. Ég stend á gati. Ekki rassgati.

Ég er að fara í próf á morgun, og quiz. Held ég þurfi að fara að læra meira þar sem policy tók upp mesta tímann minn. Kannski mar vakni bara í fyrramálið og fái sér kaffi og læri þá. Varla að mar þori að fá sér kaffi samt eftir síðasta skipti. Ég átti barn í gegnum endaþarminn og það kom út með fæturnar á undann.....

Sunday, October 02, 2005

Sunnudagar eru skemmtilegir...þá hringja mamma og pabbi. Maður getur alltaf treyst á það. Ég sakna þeirra...langar að hoppa upp í rúm til þeirra og liggja á milli. Elska ykkur!!! Knús knús...


Við erum bara búnar að vara að læra um helgina og hanga. Ég bakaði pizzu í gærkveldi handa okkur og Lindu og við sátum bara hér og horfðum á OC og the Longest Yard. Mig langar til að giftast Nelly.
Við fórum líka í outlet búðarráp. Keyptum 3 afmælisgjafi og svo keypti ég 2 puma boli til að nota í ræktina og svo 2 bara venjulega boli. Mér finnst gaman að versla. Alltof gaman. Ég vildi að ég ætti það mikinn pening að ég gæti keypt alla þá skó sem mig langar í. Og töskur í stíl.

Á föstudaginn skiluðum við inn fyrsta parti af McDonald´s verkefninu. Gott að koma því frá sér. Núna bara eftir 2 aðrir partar og svo fyrirlestur. Svo fórum við íslensku krakkarnir á Dixie Stampede. Það er staður sem Dolly Parton á og þetta er svona risa salur og allir sitja í svona hring. Svo fá allir mat og borða með puttunum og svo er sýning á meðan. Við sáum fólk gera kúnstir á hestum, strúta hlaup, grísa hlaup, hænur hlaupa, fólk dansa og allir voða happy. Þetta var rosalega gaman. Svo endaði þetta með að liðið var allt klætt í bandaríska fánann og með ljós á sér og Dolly Parton söng um hvað Ameríka er æðisleg. Við vorum í goodí fíling og stöppuðum og klöppuðum þegar kynnirinn sagði okkur að gera svo. Við vorum í liði norðursing og vorum á móti suðrinu. Svo voru allskonar þrautir sem fólkið gerði. Við unnum, enda æðisleg.

It´s time to eat og svo ætla ég að horfa á Desperate Housewives. Good shit...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?