<$BlogRSDUrl$> hits.

Friday, July 29, 2005



Sjáiði bara litlu frænku mína hana Sóldísi Maríu! Hún er svo voðalega sæt. Hún er dóttir hans Eiríks Steins frænda og Vigdísar konu hans. Til hamingju öll sömul og stórt knús frá Dröfn frænku:)

Tuesday, July 26, 2005

Mamma og pabbi eiga 30 ára brúðkaups afmæli í dag! Til hamingju mamma og pabbi:)
30 ár er alveg slatti. Skildi mar einhvern tímann ná því....hhhmmm...fyrst er það allavega að ná sér í kærasta;) hahahahaa.....

Anywho, gleymdi að segja það um daginn að tvibbarnir heita Ólafur Ríkharður og Birta Líf....fallegt það.

Svo var það síðastliðinn laugardagur. Við gæsuðum Birnu. Og það var massa stuð. Við fórum á kajak, í piknik , keyrðum langa leið til Grindavíkur, fórum í Bláa Lónið í alveg bongóblíðu, svo heim til Jönu systur hennar Birnu og borðuðum æðislegann mat frá Austurlanda Hraðlestinni, drukkum bollu, sungum í Singstar, komumst að leyndarmálum, fórum svo í bæinn. Þetta var æðislegur dagur og ég þakka öllum stelpunum fyrir mig. Og Birna, til hamingju með að vera að fara að gifta þig og ég er ýkt sorry yfir að vera ekki í brúðkaupinu í september:( Ég væri svo til í að taka þátt í því. En þá er eins gott að ég fái að sjá fullt af myndum og heyra allar sögurnar frá ykkur Vatnaliljunum:)

Friday, July 22, 2005

Vá, næstum mánuður frá síðasta bloggi....asskoti er ég öflug;)

Oddný Cara kom sem sagt...var í 2 vikur og það var alveg brilliant. Ég reyndar svaf voða lítið þessar 2 vikur en það er allt í lagi. Við djömmuðum, héngum, spjölluðum og sprelluðum. Gaman gaman.

Svo hvað meira....vinna nottla. Alltaf svaka stuð. Ég er svo búin að sjá Amityville Horror í annað skiptið, War of the Worlds, Mind Hunters, og einhverja eina aðra mynd í bíó. Alveg fleiri ferðir í bíó en ég hef farið fyrri parts árs.

Svo var það hann Snoop minn á sunnudag. Hann stóð alveg fyrir sínu og það var bara gaman á tónleikunum. Ég verð nú samt að segja að Hæsta Hendin er alveg léleg grúppa með meiru. Alveg glataðir greyin. En Hjálmar voru góðir og Forgotten Lores svona alveg, tja, já bara fínir.

Svo er mar bara að fara út eftir 3 vikur. Sumarið hefur verið massa fljótt að líða og það er alveg scary. Ég er alveg ekki búin að gera allt sem ég vildi gera og ég ætla að reyna eftir bestu getu að bæta það upp. En að vakna 4:30 á morgnana bíður ekki upp á margt gaman til að gera.

Jæja, best að leggja sig.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?