<$BlogRSDUrl$> hits.

Friday, April 29, 2005

Ég bakaði franska súkkulaðiköku í dag. Ég held reyndar að ég hafi ekki haft hana alveg nógu lengi inn í ofni samt. Vantar yfirhitann og á því að vera aðeins lengur. En mér fannst hún líta vel út þegar ég tók hana út. En hún er nú bara smá blaut í miðjunni, ekki alltof hrá. En hún er nú alveg góð. MMMmmm....súkkulaðikaka með íslensku súkkulaði. Gott.

Við fórum á Libbann áðan. Linda kom seinna því hún var í viðtali, er víst komin með vinnu skvísan. Þetta getur hún. Congrats babydoll!!!

Við lærðum nýtt orð af Davíð. Borutott!!!!!! Ógeðslega fyndið. Þið megið giska á hvað þetta vísar til.

Er Ragga Gisla haett i Studmonnum????????

What is that all about....

Thursday, April 28, 2005

Til hamingju með ammlið Harpa og Auður!!!!!! Vonandi hafiði það báðar gott í tilefni dagsins. Ég myndi nú baka köku, en ég held að hún myndi ekki vera fersk þegar hún kæmi til ykkar. Eða jú reyndar, ég bý í Ameríku, það er allt fullt af rotvarnarefnum og allt endist í margar vikur...nammi gott. En allavega, knús knús í tilefni dagsins.

Annars skín sólin bara hér á Myrtle. Spurning um að fara í sólbað. Nennti ekki í skólann þar sem það átti ekki að gera mikið í hvorugum tímanum mínum þannig að ég bara varð eftir heima. Ekki leiðinlegt það. Mér finnst samt alveg ógeðslega leiðinlegt að vera ein í sólbaði. Veit ekki hvort ég nenni því.

Elín systir víst komin heim af spítalanum. Hún á bara að liggja fyrir heima og bíða eftir að börnin eru tilbúin að koma í heiminn. Sem verðu vonandi bara eftir að ég kem heim. Bergþór og Dröfn verða að fá sjá frænku sína strax og þau koma í heiminn. Þau eru víst svo spennt að sjá mig þessi grey:)

Við fórum á honors reception á þriðjudag. Það er bara svona lame get together þar sem þau gefa manni skjal og nælu í plastpoka fyrir að standa sig vel. Linda rúllaði þessu upp samt sem áður og fékk annað skjal. Hún var nebbla 7. hæst yfir skólann á ETS prófinu. Það er svona próf sem mar er látinn taka þegar mar kemur í skólann og svo aftur þegar mar útskrifast. Þetta á
e-ð að mæla hvað mar er búinn að læra mikið og þetta er langt próf úr öllum business fögunum. En henni gekk það vel að hún var alveg meðal 95% hæstu yfir alla sem tóku þetta yfir USA, sem voru e-ð um 80,000 manns. Það eru sko ekki allir skólar sem taka þetta, bara þeir sem eru í þessu sama business prógrammi og Coastal. En ég er allavega stolt af henni Lindu minni. Rosa flott hjá þér skvís:) Ótrúlegt hvað það hefur verið gott fyrir þig að læra með mér í gegnum tíðina! hahhahahaahaha......

Það var alveg sjokk hjá öllum í idolinu í gær. Ég var svo sem ekkert í sjokki samt. Mér finnst þetta idol eiginlega bara leiðinlegt. Þetta er orðið e-ð svo þreytt. Og hver tekur mark á einhverju sem Paula segir?? Mest allannn tímann lítur hún út fyrir að vera blindfull eða á lyfjum eða e-ð. This was beautiful, love your outfit, you are my favorite, I thought it was great, No Simon, this was awesome, bla bla bla bla....Ég fíla Simon frekar. Hann lítur þó út fyrir að vera að segja sannleikann og hafa e-ð vit i kollinum.

Ég keypti mér diskinn með Mariah Carey um daginn. Hann er bara nokkuð góður svei mér þá. The Diva has return. Begga keypti sér svo diskinn með IL DIVO. Þeir eru á vegum Simon Caldwell. Þeir voru í Oprah um daginn og bara nokkup góðir. Tenórara held ég. Ég hef ekki hlustað á diskinn en Begga segir að hann sé góður. Ég ætla að hlusta á hann við tækifæri. Þetta er e-ð sem þú hefur örugglega gaman af líka pabbi. Begga kemur með hann heim fyrir þig:)

Monday, April 25, 2005

Dagurinn í dag byrjaði á símtali. Mamma hringdi og lét mig tala við Elínu. Hún var að fara upp á spítala. Losnar ekki við samdráttaverkina. En má samt ekki eiga fyrr en eftir 3 vikur eiginlega. Þannig að það á að halda henni inni í allavega viku. Greyið þarf að hanga þarna, en fær allavega að kvíla sig sem er mjög gott. Reyndu nú að halda tvíburunum í bumbunni á þér aðeins lengur Elín mín. Allavega ekki missa þau ofan í klósettið eða e-ð! hehehe..ég vil helst ekki þurfa að segja frændsystkinunum mínum þá sögu í framtíðinni. En vonandi líður þér vel dúllan mín og bíddu með að eiga þangað til að ég kem heim, ég lendi eftir smá stund:)

Eftir þetta skunduðum við svo í skólann. Fyrirlestur í fyrsta tíma. Við í drögtum. Topic of the day...GUESS? Jamms, við vorum hópur númer 4. Linda slökkti á tölvunni. hahahahaha...tölvan fraus. Begga þurfti að byrja án þess að vera með glærur eða neitt. Gleymdi að kynna okkur...hahahaha...ég tók nokkur dansspor. hahaha...svo komst þetta í lag og ljós mitt skein með interior map sem ég bjó til. Good shit. Við lukum okkur af. Came and left satisfied. Skemmtilegur fyrirlestur en ekkert sem við erum að gráta yfir. Skiluðum inn 30 bls. af upplýsingum. Hann getur bara lesið það! hehehe....

Ég festist svo í brúnni. Ha ha ha...var að labba yfir í aðra byggingu til að fara í spænsku. Þá þarf mar að labba yfir brú. Brúin er gerð úr viði og ég festi hælinn minn á milli tveggja spíta. Ha ha ha...þurfti að fara úr honum og toga hann úr. Eftir tíma festi ég mig aftur á brúnni...losaði mig aftur og labbaði áfram eins og ekkert hefði í skorist. Alveru gella lætur þetta ekki á sig fá.

Próf í martketing strategy á morgun og honors reception...

Sunday, April 24, 2005

The Amityville Horror er alveg ógeðsleg mynd!!! Fórum á hana í gær. Ég, Linda, Begga og Antonio skólafélagi okkar og nágranni. Scary shit. Mér fannst samt eins og ég hefði séð hana áður. Kannski ég hafi séð upprunalegu myndina. En hún var góð. Það var samt eitt ógeðslega fyndið. Það var einhver mexikana gaur í bíó með gellunni sinni og hann var í svona snáka kúrekaskóm. Við nottla svaka grínistar og spyrjum Lindu hvað gæinn hennar er að gera í bíó með annarri gellu, og í stígvélunum sem hún gaf honum! Voða fyndið allt saman. Grínið hélt áfram inn í sal og Antonio virtist taka þátt í gríninu og hafði mikinn áhuga á þessu. Spurði Lindu hvort hún vildi að við myndum færa okkar, ef henni liði illa að vera svona nálægt þeim og svona. Mexikaninn var svo með tagl, og Linda sagði að hún hefði einmitt gert hárið á honum áður en hann fór út fyrr um daginn, til að fara í vinnuna. Hann fer víst í vinnuna á hverjum laugardegi. Svaka drama allt saman sko. Jæja, myndin er búin og við förum heim og þar heldur grínið áfram smá, og ég spyr Lindu hvað hún ætli nú að segja við gæann og Antonio alveg, já hvað ætlaru að segja mar. Svo fer ég upp ú rúm og stuttu seinna heyri ég alveg massa mikinn hlátur í krökkunum og svo kemur Begga inn til mín og segjir að Antonio hafi haldið að þetta hafi allt verið satt!!!! Sem sagt, að Linda væri með gæa sem væri mexikani, með sítt hár í þunnu tagli og snákakúrekastígvélum! HAHAHAHAHHAHAHAHHAHAHAHAHAHAHAHAHA....ekkert smá fyndið. Við erum ennþá að hlæja að þessu...................

Saturday, April 23, 2005

Shit, leiðinlegur laugardagur. Erum að gera verkefni í retail management. Ég er reyndar eiginlega búin með minn part. Einn gaur sem tróð sér í hópinn okkar skilaði okkur sínum hluta og það var alveg massa lélegt. Allt of langt og þetta var allt bara copy and paste úr ársskýrslu fyrirtækisins, Guess sem sagt. Við nottla látum þetta ekki viðgangast og erum að reyna að ná í gaurinn en hann fór úr bænum. Ef hann lætur ekki heyra í sér að þá hann bara ýkt óheppin, fær ekki að vera með. Ekki ætla ég að láta þetta drasl í verkefnið. Hann hafði meira að segja ekki fyrri því að setja inn their bla bla bla þar sem hann kópíaði heldur hélt hann bara our bla bla bla, þannig að það var nokkuð obvious að hann gerði bara copy and paste. Lélegt.

Annars held ég að við ætlum að fara í ræktina á eftir og svo á Zaxby´s og svo í bíó í kveld að sjá Amityville Horror. Við verðum að fá að lyfta okkur upp öðru hverju. Ég man ekki einu sinni eftir síðasta skipti sem ég fór í bíó. Jú, heyrru, held það hafi verið á Meet the Fockers. Alveg bara way back fyrr á þessu ári.

Í dag eru svo akkúrat 3 vikur þangað til ég kem heim. Eruði orðin spennt?? Ég er allavega spennt, þannig að það er bara cool. Sé ykkur;)

Friday, April 22, 2005

Hvað hét leikurinn þar sem mar var með bolta og svo var e-ð þar sem þú þurftir að taka einhver skref og skyrpa og svo henda bolta í hring sem einhver gerði með handleggjunum sínum???

Thursday, April 21, 2005

Grikkir og Hestar....allt buid.... :)

Vid skiludum inn verkefninu okkar nuna adan og vid heldum fyrirlestur. Mjog gott ad vera buin med tetta. Eg turfti reyndar ekki ad gera neitt nema bara standa tarna og vera saet. Eg stod mig alveg med prydum:) Folki virtist lika vid fyrirlesturinn okkar og hinir sem voru voru ekki alveg jafngodir eiginlega. En einn hopurinn var samt med godan fyrirlestur lika. Svo eru 2 tyskar gellur med okkur i tima og taer fara i taugarnar a ollum. Tad er svona oskrifud regla ad vera ekkert ad spyrja samnemendur sina spurninga sem koma ekki vel ut fyrir ta, en nei nei, tessar gellur, serstaklega onnur teirra, var bara i tvi ad lata greyid folkid lita illa ut. Helvitis pikan. Hun spurdi okkur bara eina spurningu reyndar. Hun hefur vitad betur en ad vera spyrja okkar hop spjorunum ur. En kennarinn spurdi lika, en reyndar spurdi hann okkar hop ekki jafnmikid og hina. Hann veit nottla ad vid erum med eflaust eitt erfidasta verkefni bekkjarins tannig ad hann hefur kannski fundid hjartad sitt, sem virdist vera buid ad vera vel falid einhverstadar. Hann meira ad segja grof svo langt ad hann gaf mer lika 94 a profinu!!! Would u believe it....varla...en eg er mjog fegin. Honum virtist hafa lidid eilitid illa yfir tvi ad nokkrir krakkar hafi fengid A hja honum. En eg er anaegd tar sem eg helt ad mer hefdi gengid verr.

En ur tessu i annad.....vid stelpurnar attum alvarlegt samtal um daginn um framtidina. Eggjastokkarnir herna i USA eru farnir ad klingja og okkur er farid ad langa i born. hahahah....ja roleg a sjokkid...mig lika...haha....en eg er allavega med kaerasta, tannig ad eg er skrefi a undan teim. hehehehe...og svo er eg lika yngri, taer 25...hehehe...tannig ad taer eru ad svitna meira en eg. En vid komumst ad teirri nidurstodu ad barn vari a okkar 3 ara plani. Vid erum nu ad klara haskola nam, og ad verda gamlar, tannig ad mar tarf ad byrja ad plana gott folk.

By the way, Gledilegt sumar gott folk. Vonandi attud tid godann dag og fengud ykkur grillada SS pylsur og is. Nammi namm...mig langar i grilladar pylsur. Vonandi fengud tid lika sumargjof. Eg elska sumargjafir. Pabbi og mamma hata taer:) hahahhaha....nuna langar mig lika ut i leiki. Brenno, skotbolta, snu snu, teygjutvist, yfir, verpa eggjum....hver vill koma i utileiki med mer i sumar????



Tuesday, April 19, 2005

Var ad koma ur profi i international marketing. Uff, for alveg ekki nogu vel. Hann ordar spurningarnar e-d svo odruvisi og mar heldur ad mar viti e-d, en veit svo ekki mikid tegar allt kemur til alls...ekki gott. En svona er tetta vist. I give a shit...

Allt gott ad fretta hja okkur annars. Solin byrjud ad skina aftur tannig ad eg get farid og brennt mig meira vid laugina:) Mer likar vel vid solina. Eg a lika nytt bikini, tad er fallegt. Svo er eg falleg, tannig ad vid eigum einstaklega vel saman:) hahahaha....

Vid forum ad djamma a fostudaginn, 3 amigas+Ellen. Forum fyrst a Boca sem er alveg ordinn treyttur stadur. Saman folkid dansandi upp a svidi, sama helvitis tonlistin, Doin it, Scooter, Lets Get Married, Bon Jovi, meiri Scooter....and the list goes on and on. Tad eina sem er ok vid tennan stad er hommalega hljomsveitin sem spilar live. Teir ganga i trongum buxum og trongum bolum. Vantar bara Buffalo sko og ta eru teir perfect. Teir eru lika med go go dansara. Magnad.
En vid forum tadan a Atlantis i adeins meira fjor. Ekki mikid. En allavega skemmtilegri tonlist og huggulegra folk. Tetta var agaetis kvold alveg. Mikid gaman mikid grin.

Laugardagurinn for i svefn, liggja uppi i sofa, svefn, liggja uppi i sofa og horft a Girlfriends marathon til 1:30 um nottina! hehehe...

Sunnudagurinn for svo i ad laera. Hitti hopinn minn, hestafolkid. Einn gaurinn er bara ekki ad gera goda hluti. Spurning um ad gefa honum litla einkun. Hitt pakkid stendur sig med prydi. Aetlum ad hittast aftur i kveld. Ta a ad ganga fra tessu ollu saman. Eg held nu ad flest vanti i tetta verkefni. En what the hell...live dangerously.

I dag a svo ad laera, liggja uti, fara i raektina, og svo bara fara ad sofa. Gott plan:)

Ha' det bra....eda tu veist...

Thursday, April 14, 2005

Eg er aftur komin i tolvustofuna....gaman

Tad er eiginlega bara nokkud kalt uti. Eg veit ekki hvad vorid er ad spa. En eg held ad eg fari upp i rum og leggi mig bara eftir skola. Svei mer ta ef mar nennir bara ekki ad laera. Tad er svo fimmtudagur, sem tydir ad a morgun er fostudagur, sem tydir ad vid megum djamma um helgina, allavega annann daginn. Ekki bada held eg tar sem vid verdum ad laera lika. I naestu viku er eg med fyrirlestur i international marketing um hestana mina i Grikklandi. Tetta er skemtilegt verkefni med meiru og eg byst vid miklum ahuga samnemanda minna og miklu lofaklappi. Svo er prof i tessum sama afanga a tridjudaginn, en tad verdur eflaust jafnerfitt og hin, en mar reynir sitt besta eins og alltaf. Um helgina turfum vid svo ad vinna i retail management verkefni sem vid erum ad gera um Guess. Annad skemmtilegt verkefni tar a ferd. Skilum tvi i vikunni eftir teirri naestu. Fjorid heldur afram...

En godar frettir, eg er ekki raud lengur. Er buin ad jafna mig a brunanum. Tannig ad nu er bara ad bida eftir meiri sol svo mar geti hent ser i steikingu aftur:) Svo heyrdi eg i honum Joa hennar Asu systir i gaer. Alltaf gaman ad heyra i familiunni. Heyrdi meira ad segja i mommu lika. Pabbi var a konsert ad syngja. Allir ad fara a tonleika hja Fostbraedrum!!!! Teir eru besti karlakorinn a Islandi, og tja, ef ekki bara vidar. Ef eg tekki tetta rett ad ta eru teir med tonleika i kveld og svo a laugardag. Rett hja mer pabbi?? Va mar, eg og Begga alveg lifdum og hraerdumst i tessum kor her i gamla daga. Mar var alveg the number one fan. Eg hef alltaf farid a tonleika og finnst bara nokkud leidinlegt ad hafa ekki fari nu sidustu 2 arin. Vid eltum ta lika alltaf i jola songinn herna i gamla daga tegar teir foru ad syngja i bonkunum nidur i bae. The good old days. En teir eru alveg bestir:)

Jaeja, eg er farin ut i horn ad bora i rassinn a mer. Ja, mer leidist tad mikid....

Tuesday, April 12, 2005

Eg sit herna i tolvustofunni og eg hnerradi og tveir gaurar sogdu Gud blessi tig. Kaninn er svo godur vid mann. Eg er annars buin ad vera ad hnerra i allann morgunn, og eiginlega bara i svona eins og 3 vikur nuna. Mar er orugglega kominn med alergy eins og restin af landanum.

Annars er eg bara ogedslega brunnin. Eg var i solbadi i 3 tima i gaer og leid bara nokkud vel en nei nei, viti menn, eg bara svona nett brunnin. Ekki nogu gott. Annad eyrad a mer er ad na sudumarki og kinnarnar a mer eru eins og fallegustu pikubarmar a litinn. Ekki fallegt. Eg er eins og hra steik i framan. Eg veit ekki alveg hvad gerdist. Eg notadi jafnmikla vorn og i sidustu viku og var jafnlengi i solbadi og ta. Reyndar var tessi sama tegund af vorn eilitid tynnri en hin var og eg vil halda ad tar liggi rot vandans. Eg dippadi mer reyndar i laugina einu sinni. Hun hefur kannski skolast af. En eg for lika i laugina i sidustu viku. Spurning um ad fara og kaupa ser sterkari vorn. Eg held tad. Frekar vil eg vera eilitid folari (eg er ekki ad tala um fola, heldur ad vera fol a litinn) en med hudkrabba. En tad er skyjad i dag og eg er mjog fegin. Eg nae ta ad jafna mig kannski.

Svo er verid ad leggja lokahond a Grikkina og hestana, thank god. Vid eigum ad skila verkefninu i naestu viku og minn hopur a ad flytja verkefnid a fimmtudag, tannig ad nu er bara ad duga eda drepast. Eg veit ad hann a eftir ad spyrja fullt af spurningum sem vid eigum ekki eftir ad geta svarad. Helvitid af honum. En tetta verdur fljotlega buid og eg vona bara ad vid faum C fyrir tetta svo eg nai nu timanum. Eg er nebbla med C i timanum nuna. Haldidi ad tad se. Ekki lengur a forseta listanum. Mer er eiginlega alveg sama samt, en hann er asni fyrir ad hafa eydilaggt tetta fyrir mer. hahahaha...

Monday, April 11, 2005

Hey hey hey...

Hér er ég, góðann daginn, daginn, daginn.....
Ég ætti nú að vera farin upp í rúm en ég nenni ómögulega að vakna í fyrramálið. Þess vegna er bara best að lengja daginn í dag. Ég er líka að fara í próf á morgun og er ekki búin að læra nóg, en nenni samt ekki að læra meira. Ég er komin með skólaleiða. En sem betur fer eru bara 4 vikur eftir:) Ég kem heim 14. maí by the way, þannig að þið getið byrjað að telja niður:)

Um helgina gerðum við ekki mikið. Okkur var boðið í mat til Davíð og Ellenar á föstudag, fengum fajitas a la Davíð. Good shit þar á ferð. Eftir kvöldstund þar fórum við bara heim að lúlla. Svo átti laugardagurinn að vera alveg tileinkaður lærdómi en fór í eftirfarandi: Sofa, horfa á Dodgeball sem er by the way alveg crazy og nett fyndinn, fórum að vinna verkefni og þurftum að fara í Guess, sem var ekki gott því við sáum margt fallegt, en gátum ekkert keypt, bú hú. Svo var farið í Rackroom shoes, og eftir það lá leið niður í Coastal Grand Mall þar sem við ákváðum að við nenntum ekki að læra meira. Ég fann mér bikiní, loksins, en sökum stórs afturenda að þá var það ekki létt að finna eitt stykki bikiní. En mér tókst það. Gott gott. En við vorum í mallinu alveg til 6 og enn og aftur leiðar þar sem við fundum mikið fallegt en fátt var hægt að kaupa. Ég keypti mér reyndar ódýra sandala og þeir eru Hari Krisna sandalarnir mínir. Þeir eru fallegir, en stelpunum finnst þeir svona nett ljótir. Þeir eru brúnir með gull pallíettum og eru svona nett indverskir að uppruna.

Við horfðum svo á Closer í gær og hún er alveg nett klikkuð. Ég meina, hver kemur svona fram við makann sinn!!! Alveg bara weird mynd en leikararnir fallegir þannig að þetta slapp. Við horfðum svo á The Notebook um síðustu helgi og þessi mynd er svo rosalega góð að ég verð bara að mæla með henni. Við sátum alveg hérna hágrátandi og allt mar að horfa á þetta. Þið sem hafið ekki séð hana verðið að sjá hana. Best love story so far;)

Best að týja sér í bælið og búa sig undir morgundaginn. By the way, það er morðingi á lausu hérna og hann drap konu á föstudaginn og nauðgaði dóttur hennar og svo drap hann einhvern mann held ég á laugardagsmorgun, og það gerðist bara eiginlega á campus hjá okkur. Þetta var í einni götu sem er alveg við campusinn okkar og rosalega margir krakkar búa í þessari götu. Scary shit mar. Ég vona að hann finnist. Mar vill svona síður hafa morðingja á lausu í nágrenninu. En jæja, this was my bedtime story. Góða nótt.

Tuesday, April 05, 2005

Tad er leidinlegt i skolanum a tridjudogum og fimmtudogum. Ta er eg i 2 timum, hja sama leidinlega kennaranum, og gat inn a milli i alveg einn og halfann tima. Eg verd alltad treytt i tessu gati. En godu frettirnar eru taer ad tad eru bara 4 kennsluvikur eftir af skolanum, og svo ein profavika. Gaman gaman. Sem tydir ad eg fer bradum ad koma heim aftur. Gaman lika. fyrir mig og vonandi ykkur lika.
Annars er eg fegin ad eg er herna nuna. Fretti ad tad vaeri snjobylur heima um tessar mundir og ta er nu sol og 25 stiga hiti betri:) Sundlaugin er ad gera goda hluti og eg byst vid ad eyda ollum teim tima sem eg get tar. Eg held eg nai samt aldrei ad vera jafn brun og hun Harpa her um arid tegar hun kom fra MB. Tad var alveg massabrunka tar a ferd.
Annars er bara mest litid ad fretta. Erum bara bunar ad vera i leti, laera, i solbadi, og svona. erum ad byrja aftur i ataki i raektinni og mataraedi, enda a mar enga peninga til tess ad gera neitt ne borda neitt, tannig ad tetta virkar fint held eg bara.
Eftir skola i gaer var skundad ut i solbad og mar steikti sig tar i svona 2 tima eda svo. forum svo i pallatima i raektinni, og tad var alveg massa erfitt sokum mjog litillar hreyfingar sidastlidnar 3 vikur. En mar mun byggja tolid upp. Ekki spurning. Eftir raektinni spjalladi eg svo vid Troy og svo forum eg og Linda i sma leidangur sem vard adeins lengri en planad var. Vid forum nebbla i TJ Maxx sko. Eg var ad skipta fallegu gullskonum sem eg keypti einhvern timann fyrir 3 vikum. Teir voru gassalega fallegir verd eg ad segja, en eg hefdi aldrei gengid i teim mikid tannig ad teir fengu ad fara og var skipt ut fyrir slettbotna, svarta sko, med runadri ta. Ja, ekki alveg tad sem eg hef vanalega gengid i, en gassalega dulluegir samt sem adur. Sem er gott. Tad voru annars mikid af fallegum skom sem eg myndi vera til i ad eiga. Eg elska sko!!!
Planid fyrir vikuna er svo bara ad fara i skolann, liggja i solinni, fara i raektina, borda litid, og laera meira. Gott plan ekki satt. Ef held tad bara.
En nuna er eg ordin massa treytt a tessari tolvu og eg er uti. Holla a ykkur seinna rusinur smusinur. Hey, by the way, mig dreymdi hana Evu vinkonu i nott og eg var heima hja henni og Hreidari og hun svaf i badkarinu tvi tau voru med svo litid plass. En tad var sko tannig ad hun ytti a takka og ta kom dyna yfir badkarid sem hun svaf a. Svo var Hreidar med beddda vid hlidina. Massa fyndid.

Saturday, April 02, 2005

Nei ég er ekki ólétt allir saman, hérna hefuru það mamma. Þetta var bara gabb. :)

Til hamingju með ammlið Berglind!! Hún Berglind frænka mín á ammli í dag og hún er orðin tvítug!!! OMG, tíminn líður hratt á gervihnattar öld, og yngri frændsystkini manns eldast, og já ég í leiðinni. Scary. En ég vona að dagurinn hafi verið skemmtilegur dúllan mín. Knús knús frá USA frænkum.

Annars átti hún Guðrún Anna ammli í vikunni, nánar tiltekið 31. mars. Congrats babydoll. Núna ætla ég að reyna að muna eftir ammlisdeginum hér eftir, en ég gleymi alltaf ammlisdeginum hennar. Skil ekki af hverju. En ég náði henni á msn á sjálfann ammlisdaginn og náði að óska henni til hamingju, þannig að ekki halda að ég sé of sein í þessu gott fólk.

Annars er bara ekki mikið nýtt að frétta hér úr suðrinu. Það er bara leti sem er búin að herja á mig síðastliðinna viku og virðist ekkert vera að fara. Ég ætlaði einmitt að vera rosa dugleg í verkefninu mínu en er fyrst að byrja núna að skrifa e-ð, og þá er ég að eyða tímanum mínum í blogg. Skamm skamm Dröfn. En ég mun rumpa einhverju fram í kvöld, það er ekki spurning. Svo er bara að vakna snemma á morgun og svo hitta hóp á morgun og vona að þau séu með jafnlítið og ég af upplýsingum. En við höfum núna 3 vikur í skil, og ég vona bara að við fáum allavega C í einkun. Ég er ekki að biðja um meira. Hversu sorglegt er það.

Í gær fórum við svo á Libbann og fengum okkur öl eða tvo. Svo fórum við með Kiara á Pier 14 sem er svona sjávarréttarstaður niður á strönd, nánar tiltekið niður á pier 14 við 14 avenue, get it get it. Við Kiara fengum okkur Calamari í forrétt sem er djúpsteiktur smokkfiskur. Mjög gott. Begga fékk sér svo djúpsteikta hákarla bita og þeir voru bara nokkuð góðir líka verð ég að segja. Linda fékk sér rækjur, en ég smakkaði þær ekki. Svo fengum við tossed salat, hahahahahahaha.....þeir sem skilja ekki að þá er the frase to toss the salat notað hér í Ameríku um að sleikja rassgat. Okkur fannst þess vegna rosalega fyndið að biðja um þetta. Svo í aðalrétt fengum ég og Linda okkur filet mignon, Kiara yellow fin tuna og Begga kjúkling með hörpuskel, krabba og einhverju fleiru. Þetta var alveg good shit bara. Túnfiskurinn var bara eins og fínasta steik. En mér finnst túnfiskur í dós ekki góður. Eftir þetta allt saman keyrðum við einn rúnt niður á strönd og héldum svo heim á leið. Fínt kvöld bara.

Dagurinn í dag er svo búinn að vera a total waste og ég fer bara ekki meira út í hann. En best að reyna að koma einhverju í gang, og fara að vinna í verkefninu mínu. Þetta er uppáhaldið mitt! vonandi hafiði það öll gott þarna úti elskurnar mínar. Fariði vel með ykkur og ég sakna ykkar.

Friday, April 01, 2005

Jæja, þá er það komið í ljós að ég er ólétt. Já, þið heyrðuð rétt. Ég á að eiga í desember:) Meiri fréttir seinna. (Sorry mamma og pabbi að þið fréttið svona, en ég held bara að það sé best).

This page is powered by Blogger. Isn't yours?